10.2.2007 | 19:15
Ó fagra þjóð..
13 fíkniefnamál á einum skemmtistað er nokkuð mikið á einu kvöldi.Sander kleinerberg að spila enda er hann í uppáhaldi hjá þeim "þjóðflokki" sem neyta fíkniefna. 13 fíkniefna mál á þessum tónleikum er frekar lítið miðað við að það hafa eflaust en þá fleiri verið að neyta efna þarna heldur en þessir aðilar.
En ein spurning.. Er fólk ekki stundum aðeins of fljótt að dæma um hvort aðilinn sem situr við hliðina á þeim er fíkniefnaneytandi eða ekki? Ég heyrði síðast dæmi um það í dag að það var strákur tekinn ásamt vinkonu sinni í vörslu lögreglu vegna gruns um fíkniefna. Þau voru á skemmtistað og það var hringt í lögreglu því að það var sagt að þau væru dópistar. Þau voru tekin föst og færð í fangageymslu þar sem þau voru látin strippa sig úr öllum fötunum en viti men... ekkert fannst.
Þótt að fíkniefni finnist í þjóðfélaginu þá þarf ekki að dæma fólk of fljótt. Mér þykir ekki vera tekið rétt á þessu ef að það á að vera þannig að ef eitthver bendir á mann. "Hey þetta er dópisti". Að þá sé hringt í lögguna og hún komi án nokkura sannana um að þessi aðili hafi verið að neyta eða selja fíkniefni.
Kv. Inga
Þrettán fíkniefnamál í tengslum við tónleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.